Starfsáætlanir nefnda aðeins lagðar fram til kynningar í bæjarstjórn

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var haldið áfam að fjalla um tillögu að fjárhagsáætlunarferli 2011 fyrir árið 2012, sem hagsýslustjóri lagði fram á fundi ráðsins fyrir viku. Formaður bæjarráðs lagði fram breytingu á fjárhagsáætlunarferlinu sem felur í sér að starfsáætlanir nefnda verði aðeins lagðar fram til kynningar í bæjarstjórn en ekki til samþykktar og samþykkti meirihluti bæjarráðs tillöguna með þeim breytingum.  

Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista greiddu atkvæði á móti tillögunni með þessum breytingum og óskuðu bókað ásamt Sigurði Guðmundssyni A-lista: "Við erum andvígir þessari breytingu þar sem hún skerðir rétt bæjarfulltrúa til að taka afstöðu til starfsáætlana einstakra nefnda."

Fulltrúar L-lista ítreka að nefndir vinna samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun og að starfsáætlanir taka mið af henni og telja að ekki sé verið að ganga á rétt bæjarfulltrúa.

Nýjast