Starfs- og skipulagsdagar leik- og grunnskóla verði samræmdir

Fyrir fund skólanefndar Akureyrar í gær var lagt yfirlit yfir samræmingu á skipulagsdögum og vetrarfríum skóla á Akureyri. Þar kemur fram að ekki hefur náðst samkomulag milli stjórnenda leik- og grunnskóla norðan Glerár um samræmingu starfsdaganna þriggja.  

Skólanefnd telur mikilvægt að starfs- og skipulagsdagar leik- og grunnskóla séu samræmdir til að mæta sem best óskum foreldra. Skólanefnd samþykkir að skólastjórar leik- og grunnskóla norðan Glerár endurskoði fyrirliggjandi skóladagatöl þannig að starfs- og skipulagsdagar leik- og grunnskólanna séu samræmdir.

Nýjast