Stapi lífeyrissjóður lækkar vexti sjóðfélagalána um 0,5%

Á stjórnarfundi Stapa lífeyrissjóðs í gær, var ákveðið að lækka vexti sjóðfélagalána úr 5,7% í 5,2% frá 1. desember n.k. Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri sjóðsins segir að markmiðið með lækkuninni sé að koma til  móts við greiðendur sjóðfélagalána í þeim erfiðleikum sem að steðja.  

Kári Arnór segir jafnframt  ljóst að talsverðir greiðsluerfiðleikar séu framundan hjá mörgum sjóðfélögum. Stjórn sjóðsins vill með þessu leggja sitt  að mörkum til að létta greiðslubyrði sjóðfélagalána á næstunni. "Það er ljóst á svona tímum að háir vextir skila ekki endilega hærri vaxtatekjum þar sem há greiðslubyrði eykur líkur á útlánatöpum. Við teljum því rétt að lækka vexti fremur en hækka við þessar aðstæður" segir Kári Arnór.

Nýjast