Tvær konur voru nýverið sakfelldar í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir þjófnað. Konurnar brutust í október á síðasta ári inn í fatasöfnunarkassa nytjamarkaðar á vegum Hjálpræðishersins. Þetta kom fyrst fram í Fréttablaðinu.
Báðar konurnar játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi og lýstu iðrun yfir verknaðinum. Þær höfðu þá skilað þýfinu en hvorug þeirra hefur áður komist í kast við lögin. Ákvörðun refsingar sakborninganna var frestað og mun hún falla niður haldi þeir skilorð í eitt ár. Verðmæti þýfisins lá ekki fyrir.
Málsvarnarlaun verjanda annarrar konunnar og málskostnaður, 210.800 krónur, greiðast úr ríkissjóði.