Stærsti skjálftinn í Grímsey til þessa

Grímsey.
Grímsey.

Jarðskjálfti í Grímsey í morgun sem talið var að væri 4,6 stig reynd­ist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálft­inn sem hef­ur mælst við Gríms­ey síðan jarðskjálfta­hrin­an hófst. Fólk fann skjálft­ann víða og allt vest­ur í Skaga­fjörð seg­ir Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir á jarðvár­sviði Veður­stofu Íslands.

Frá þessu er greint á mbl.is.

Salóme seg­ir að starfs­fólk jarðvár­sviðs muni funda með Al­manna­vörn­um fljót­lega þar sem farið verður yfir stöðuna. Hún seg­ir að mjög marg­ir skjálft­ar hafi mælst og var jarðskjálfta­hrin­an mjög öfl­ug frá því um hálf­sex í morg­un þangað til rúm­lega sjö. 

Gríms­ey­ing­um hef­ur al­mennt ekki verið svefn­samt í nótt enda hafa fjöl­marg­ir stór­ir skjálft­ar riðið yfir. Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.536 jarðskjálft­ar riðið yfir á þess­um slóðum, norðaust­ur af Gríms­ey, og af þeim eru 65 yfir þrír að stærð, segir í frétt mbl.is.

Nýjast