Stærsti samningur Kælismiðjunnar Frosts
Þetta er líklega stærsti samningur sem fyrirtækið hefur gert til þessa, ef við miðum við krónur og aura, segir Gunnar Larsen framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts á Akureyri. Fyrirtækið hefur samið um hönnun og afhendingu á öllum kæli- og frystibúnaði fyrir tvo nýja togara sem verið er að smíða í Tyrklandi.
Við kaupum búnaðinn í ýmsum Evrópuríkjum og fyrstu tækin verða væntanlega afhent í byrjun næsta mánaðar. Síðan sjáum við líka um eftirlit með uppsetningu tækjanna, gangsetningu og reynslusiglingu.
Togararnir eru 84 metra langir, með frystigetu yfir 100 tonn á sólarhring og verða gerðir út frá Evrópu.
Þessi samningur er mikil viðurkenning fyrir Frost og staðfesting á þekkingu okkar á slíkum búnaði.
Nánar er rætt við Gunnar Larsen í prentútgáfu Vikudags