Stærsti plastbátur sem að smíðaður hefur verið á Íslandi var sjósettur á Akureyri í morgun. Það er bátasmiðjan Seigla sem að sá um smíðina fyrir norskan kaupanda, Eskoy A/S í Tromsö. Báturin er útbúinn fyrir línuveiðar og er 5,70 m á breidd 14,98 m á lengd. Aðalvélin er gerðinni Yanmar og er 1000 hp og þá eru tvær ljósvélar um borð frá Köler og er hvor um sig 25 kw.
Þetta kemur fram á vefsíðu Þorgeirs Baldurssonar, thorgeirbald.123.is.