Stærsta vísindaráðstefna sem haldin hefur verið á Akureyri
Titill ráðstefnunnar er Sjónarhorn heimskautasvæðanna í alþjóðlegri samræðu og vísar sérstaklega til þess hversu samþætt þróun og framtíð arktískra samfélaga er hnattrænum umhverfisbreytingum og samskiptum á heimsvísu. Jafnframt er um að ræða ákveðin skilaboð að ekki beri að líta á norðurslóðir sem óbyggðir og uppsprettu auðlinda, eða samfélög svæðisins sem óvirka þolendur breytinga, heldur séu íbúar norðursins virkir þátttakendur sem takast á við breytingar og gera þær þannig að afurð sköpunar og samfélagslegrar aðlögunarhæfni.
Almenningi er velkomið að koma og fylgjast með, ráðstefnudagskrána má sjá hér: http://www.iassa.org/programme. Einungis þeir sem skrá sig og greiða ráðstefnugjald fá afhend ráðstefnugögn og hafa aðgang að máltíðum.
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðun ráðstefnunnar: http://www.iassa.org/