Stækkun Vínbúðar samþykkt

Á bæjarstjórnarfundi í dag var samþykkt tillaga skipulagsnefndar um að heimila stækkun Vínbúðar ÁTVR við Hólabraut. "Það er ekkert tillit tekið til íbúanna í þessari bæjarstjórn" sagði einn íbúi sem mætti í áhorfendasæti í Ráðhúsinu þegar búið var að samþykkja tillöguna.  Nokkrir íbúar komu í bæjarstjórnarsalinn til að fylgjast með afgreiðslunni en fóru síðan vonsviknir burt að afgreiðslu lokinni. Stækkunin hússins hefur verið mjög umdeild og margir nágrannar Vínbúðarinnar mótmælt henni. Málið var á dagskrá á síðasta bæjarstjórnarfundi en var þá frestað til þessa fundar í dag, þar sem það rann í gegn.

Nýjast