Stækka og fjölga bílastæðum fyrir fatlaða

eiBílastæði fyrir fatlaða á Akureyri hafa lengið verið vandamál.
eiBílastæði fyrir fatlaða á Akureyri hafa lengið verið vandamál.

Til stendur að fjölga bílastæðum fyrir fatlaða í miðbæ Akureyrar og stækka öll stæðin sem fyrir eru.
Bílastæði fyrir fatlaða í miðbænum og víða annars staðar hafa lengi verið vandamál. Hafa hreyfihamlaðir bent á að þau séu of þröng auk þess sem mörg þeirra eru illa staðsett og ekki í hæð við gönguleiðir. Í lok júní í fyrra greindi Vikudagur frá slæmu aðgengi fyrir fatlaða í miðbæ Akureyrar.

Haft var eftir viðmælanda í blaðinu að bærinn væri allur, „steyptur með köntum, múrsteinum og tröppum“. Auk þess var bent á að bílastæði fyrir fatlaða væru of lítil. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast