SS Byggir bauð lægst í innanhússfrágang í Naustaskóla

Naustaskóli. Mynd: Hörður Geirsson.
Naustaskóli. Mynd: Hörður Geirsson.

Byggingafyrirtækið SS Byggir ehf. átti lægsta tilboð í innanhússfrágang í kennslu- og verkgreinaálmu í 2. áfanga Naustaskóla, samtals um 1.350 m2. Alls bárust þrjú tilboð í verkið og voru þau opnuð í dag. SS Byggir bauð tæpar 122,3 milljónir króna, eða 85,3% af kostnaðaráætlun. Hyrna ehf. bauð rúmar 124,7 milljónir króna, eða 87% af kostnaðaráætlun og ÍAV bauð rúmar 148 milljónir króna, eða 103,3% af kostnaðaráætlun. Verklok er áætluð 1. ágúst á þessu ári. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á tæpar 143,4 milljónir króna.

Nýjast