SS Byggir bauð lægst í byggingu hjúkrunarheimilis á Akureyri
Fyrirtækið SS Byggir bauð lægst tilboð í uppsteypu og fullnaðarfrágang 45 rýma hjúkrunarheimilis við Vestursíðu
9 en alls bárust fjögur tilboð í verkið og voru þrjú þeirra undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp
á rúmar 838,2 milljónir króna. SS Byggir bauð um 694,9 milljónir króna, eða 82,9% af kostnaðaráætlun. Tréverk á
Dalvík átti næst lægsta boð, 741 milljón króna, eða 88,4% af kostnaðaráætlun, Hyrna bauð um
761,9 milljónir króna, eða 90,9% af kostnaðaráætlun og Virkni bauð rúmar 878,6 milljónir króna, eða 104,8% af
kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 838,2 milljónir
króna. Heildarstærð byggingar samkvæmd samningi við ríkið skal
vera 3.375 m² og er heildarkostnaður áætlaður 1,2 milljarðar króna.