Magnús Garðarsson umsjónarmaður nýbygginga hjá Fasteignum Akureyrarbæjar sagði eftir að tilboðin voru opnuð, að greinilegt væri að mikill áhugi væri fyrir þessu verki. “Þetta er verkefni í kringum 100 milljónir króna, sem virðist henta mjög vel mörgum verktökum á svæðinu. Þessi mikli áhugi sýnir líka að verktökum vantar verkefni fyrir næsta ár. Ég vonast til að hægt verði að komast vel af stað með verkið í haust, jafnvel að það náist að steypa húsið upp, þannig að hægt verði að loka húsinu og vinna innandyra í vetur.”
Magnús sagði að það kæmi sér nokkuð á óvart hversu mikill munur er á tilboðunum, eða frá tæpum 87% af kostnaðaráætlun og upp í 117%. Fram kom hjá fulltrúum verktaka við opnun tilboðanna að kostnaðaráætlunin væri nokkuð lág. Magnús sagði að næsta skref væri að fara yfir tilboðin og hann vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Tilboð frá Hyrnunni ehf. var á kostnaðaráætlun en önnur tilboð voru yfir kostnaðaráætlun, það hæsta, frá ÁK-smíði ehf., var upp á rúmar 132,4 milljónir króna, eða 117% af kostnaðaráætlun.