SR með stórsigur í Skautahöllinni
SR valtaði yfir SA Jötna í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld en SR lagði heimamenn 12-3 að velli á Íslandsmóti karla í íshokkí. SR hafði 4-0 yfir eftir fyrstu lotu og staðan eftir aðra lotu 10-1 gestunum í vil og aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi detta. SR tyllir sér í toppsæti deildarinnar með 12 stig eftir sigurinn í kvöld en SA Jötnar hafa 3 stig í þriðja sæti líkt og SA Víkingar.
Mörk SR: Þórhallur Viðarsson 2, Daniel Kolar 1, Gauti Þormóðsson 2, Robbie Sigurdsson 1, Steinar Páll Veigarsson 1, Bjorn Sigurdarsson 1, Arnþór Bjarnason 2, Hjörtur Hilmarsson 2.
Mörk SA: Andri Mikaelsson 2, Lars Foger 1.