Sportvitinn opnar á Akureyri

Frá Sportvitanum.
Frá Sportvitanum.

Sportvitinn á Akureyri er nýr staður fyrir alla unnendur íþrótta en staðurinn opnar fyrir almenning um næstu helgi. Staðurinn, sem staðsettur er á gamla Oddvitanum, tekur 200 manns í sæti í stóra salnum en 80 manns rúmast í minni salnum. Á Sportvitanum verður boðið uppá fullkomnustu gæði sem í boði eru í dag, bæði í hljóð og mynd. Myndvarpinn sem settur var upp er einn sá allra öflugasti á markaðnum í dag en um er að ræða HD varpa með mjög miklum ljósastyrk og góðri upplausn.

Myndinni er svo varpað á bíótjald í stóra salnum en tjaldið er heilir 30 fermetrar. Í minni salnum verður boðið upp á stórt tjald og einnig verða þar sett upp 3D sjónvörp. Stefnan er að sýna allt íþróttaefni sem á að sýna í gegnum gervihnött, hvort sem það er fótbotli, handbolti, akststursírþróttir, körfubolti og svo framvegis.

Nýjast