03. apríl, 2009 - 14:31
Fréttir
Heitu vatni hefur að nýju verið hleypt á sparkvellina við grunnskólana á Akureyri en skrúfað var fyrir vatnið fyrr í vetur vegna
sparnaðar. Gunnar Gíslason fræðslustjóri ákvað að vellirnir yrðu hitaðir upp aftur til að fá nákvæmari upplýsingar um
hver kostnaðurin við hitun þeirra er.
Þegar það liggur fyrir verður málið skoðað frekar. Knattspyrnuáhugamenn geta því tekið gleði sína á ný, alla
vega á meðan málið er til skoðunar.