Spænskur framherji til Þórs/KA

Spænski framherjinn Maria Perez Fernandez er genginn í raðir Þórs/KA og mun leika með liðinu það sem eftir er Pepsi-deildar kvenna þetta tímabilið. Þór/KA heldur því áfram að styrkja hópinn fyrir seinni hluta tímabilsins en nýlega gekk hin bandaríska Diane Coldwell til liðs við norðanliðið.

Þór/KA sækir Fylkir heim á fimmtudaginn kemur og verða þær Maria og Diane báðar komnar með leikheimild fyrir þann leik.

  

Nýjast