Spáð í enska boltann: Kristinn Haukur Guðnason

Kristinn Haukur Guðnason byrjaði að halda með Chelsea þegar Ruud Gullit kom til félagsins.
Kristinn Haukur Guðnason byrjaði að halda með Chelsea þegar Ruud Gullit kom til félagsins.

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru um þessar mundir að setja sig í stellingar og iða jafnvel í skinninu eftir að enski boltinn rúlli af stað. Enska Úrvalsdeildin sparkast í gang á næstkomandi laugardag.

Dagskrain.is heldur áfram upphitun sinni og að þessu sinni er það Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur sem er til svars, en hann starfar hjá Bóksölu stúdenta og er vinsæll pistlahöfundur á Kjarnanum:

Með hvaða liði heldur þú?

          Chelsea.

Ég hef haldið með Hollandi síðan ég var krakki og elskaði Ruud Gullit. Þá horfði ég lítið á enska boltann en meira á þann ítalska. Þegar Gullit kom til Chelsea 1995 kviknaði ástin á félaginu.

Hvernig leggst tímabilið í þig?

Bara svona sæmilega. Hlakka til að sjá Conte en kvíði því að sjá Mourinho stýra Manchester United, það verður sárt.

Hvaða lið mun koma mest á óvart?

Ég veit ekki hvort nokkuð lið getur komið á óvart eftir Leicester ævintýrið á seinasta tímabili. Spái því að Sunderland komi á óvart með meistara Moyes í fararbroddi.

Hverjar eru væntingarnar til  þinna manna?

          4. sæti. Komast aftur í meistaradeildina.

Ertu ánægður með kaup sumarsins?

Ég held að Chelsea séu síður en svo búnir á markaðnum. Ég er ánægður með kaupin á Kante en Batshuayi er algert spurningarmerki fyrir mér. Ánægðastur verð ég samt ef Hazard verður áfram á Brúnni.

Hversu ánægður ertu með ráðningu Antoni Conte sem knattspyrnustjóra?

Frekar sáttur. Ítalskir stjórar hafa reynst Chelsea vel í gegnum tíðina. Conte hefur sýnt það með bæði Juventus og Ítalíu að hann er klókur stjóri.

Það hafa margir erlendir stjórar í topp klassa hikstað á sínu fyrsta tímabili á Englandi, verður það tilfellið með Conte?

Abramovic er ekki þolinmóðasti maður í heimi en ég held að það séu ekki gerðar kröfur um titla á fyrsta tímabili. Vonandi nær Conte að byggja upp góðan anda í liðinu. Árangurinn kemur þá í kjölfarið.

Veikasti hlekkur þíns liðs?

          Branislav Ivanovic. Það vita allir vinstri kantmenn deildarinnar.

Helsti styrkur þíns liðs?

          Sóknarmiðjan. Fabregas, Hazard og Willian.

Hvaða lið óttast þú mest?

          Manchester United. Sumarið var gott hjá þeim.

Eitthvað lið sem þú þolir ekki/ hvers vegna?

          Liverpool. Af því bara.

Hver verður stjarna tímabilsins bæði hjá þínu liði og/eða í heild?

          Hazard og Zlatan.

Hvaða unga leikmann bindur þú mestar vonir við?

Ég bind mestar vonir við Bertrand Traore en hann var lánaður til Ajax. Vonandi fær Kenedy að spila eitthvað á tímabilinu.

Spáin:

Hvaða lið vinnur titilinn?

          Manchester United

Hvaða lið verða í topp 4?

          Manchester United, Arsenal, Manchester City og Chelsea

Hvar endar þitt lið?

          4.

Hvaða lið falla?

          Burnley, West Brom og Watford

Hvaða stjóri verður rekinn fyrstur?

Mauricio Pochettino. Spurs byrja tímabilið afleitlega, sérstaklega Harry Kane.

Hér að neðan má smella á spjall við stuðningsmenn annarra liða:

Nýjast