Spáð í enska boltann: Hjörvar Maronsson

Hjörvar Maronsson
Hjörvar Maronsson

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru um þessar mundir að setja sig í stellingar og iða jafnvel í skinninu eftir að enski boltinn rúlli af stað. Enska úrvalsdeildin sparkast í gang á næstkomandi laugardag.

Dagskrain.is heldur áfram upphitun sinni og að þessu sinni er það Hjörvar Maronsson hann er Ólafsfirðingur búsettur á Akureyri og starfar sem miðlari hjá Íslenskum verðbréfum:

Með hvaða liði heldur þú?

Man Utd. Hef haldið með þeim frá því ég man eftir mér – ætli það sé ekki Barða Jakobssyni að þakka.

Hvernig leggst tímabilið í þig?

Þessi spurning er ákveðin áskorun fyrir mig, því ég er svo hjátrúarfullur að ég ræði þetta yfirleitt ekki. Ég er oftast frekar svartsýnn á þessum árstíma, það eru þó aðrir sem eru góðir á sumrin og hafa oft á tíðum unnið deildina á þeim árstíma, en það hefur reyndar ekki gerst síðan fótboltinn kom í lit í sjónvarpinu. 

Hvaða lið mun koma mest á óvart?

Vona að það verði Swansea

Hverjar eru væntingarnar til  þinna manna?

Klárlega topp 4 – annað væri skandall

Ertu ánægður með kaup sumarsins?

Mjög sáttur – væri reyndar til í alvöru hafsent.

Er Mourinho rétti maðurinn fyrir United?

Miðað við leikmannagluggann í sumar og hvaða leikmenn hann hefur náð að tosa til Man Utd þá fer hann vel af stað. Hann er þjálfari sem önnur lið hata og hann veit af því.

Veikasti hlekkur þíns liðs?

Finnst vanta alvöru hafsent – týpu eins og Rio eða Vidic

Helsti styrkur þíns liðs?

Við ættum að vera góðir fram á við – en Mourinho er þó ekki þekktur fyrir mikinn sóknarbolta. Það er eins og einn góður maður sagði, ef þú færð ekki á þig mark þá tapar þú ekki. Það er oftast talað um að „sókn sé besta vörnin“ ég vil þó meina að „vörn sé besta sóknin“.

Hvaða lið óttast þú mest?

Arsenal – held að ef Wenger eigi möguleika á að enda sinn feril með því að vinna deildina aftur, þá er það núna. Margir nýir þjálfarar sem eiga eftir að átta sig að enska deildin er sú erfiðasta.

Eitthvað lið sem þú þolir ekki/ hvers vegna?

Liverpool er ekki hátt skrifað hjá mér – en þeir mega eiga það, það væri mjög leiðinlegt að vera án þeirra.

Hver verður stjarna tímabilsins bæði hjá þínu liði og/eða í heild?

Ég held að Zlatan eigi eftir að vera mjög góður fyrir Man Utd bæði sem leikmaður og leiðtogi – svo verður Aguero alltaf góður.

Hvaða unga leikmann bindur þú mestar vonir við?

Ég hef mikla trú á Rashford

Spáin:

Hvaða lið vinnur titilinn?

Arsenal

Hvaða lið verða í topp 4?

Arsenal – Man Utd – Man City og Chelsea

Hvar endar þitt lið?

2. sæti

Hvaða lið falla?

Hull – Burnley og Bournemouth

Hvaða stjóri verður rekinn fyrstur?

Tony Pulis

Athugasemdir

Nýjast