Spáð í enska boltann: Búi V. Guðmundsson

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru um þessar mundir að setja sig í stellingar og iða jafnvel í skinninu eftir að enski boltinn rúlli af stað. Enska Úrvalsdeildin sparkast í gang á næstkomandi laugardag.

Dagskrain.is heldur áfram upphitun sinni og að þessu sinni er það Búi Vilhjálmur Guðmundsson sem spáir í spilin hjá sínu liði. Búi er upphaflega frá Sauðárkróki en hefur búið á Akureyri um árabil. Hann starfar sem málari og knattspyrnuþjálfari hjá KA:

Með hvaða liði heldur þú?

Arsenal

Hvers vegna/ hversu lengi?

Fyrsti leikur sem ég sá í sjónvarpi var með Arsenal, þeir unnu leikinn. Það eru 36 ár síðan ég sá Arsenal sigra Man. Utd. Og hef haldið með þeim síðan.

Hvernig leggst tímabilið í þig?

Við verðum alltaf í efstu 4 sætunum. Spurningin er hvort Mr. Wenger nái að landa titlinum í ár. Arsenal hefur ekki verið eins drjúgt á leikmannamarkaðnum og önnur lið í deildinni.

Hvaða lið mun koma mest á óvart?

Chelsea munu bæta sig um heilan helling og vera í efstu fimm

Hverjar eru væntingarnar til  þinna manna?

Ég vil að liðið bæti sig frá tímabilinu í fyrra. Arsenal endaði í 2 sæti, þannig að mínar væntingar eru að þeir endi í 1 sæti.

Ertu ánægður með kaup sumarsins?

Jú, mjög svo. Vantar bara fleiri kaup á sterkari leikmönnum.

Er kominn tími á Wenger?

Mr. Wenger er komin eftirlauna aldur, en ég held að hann eigi 1 til 2 góð ár eftir.

Veikasti hlekkur þíns liðs?

Klárlega aðalsóknamaður liðsins Oliver Giroud (french handsome bastard).
Helsti styrkur þíns liðs?
Liðsheildin og breidd liðsins á eftir að skila okkur langt.

Hvaða lið óttast þú mest?

Man.Utd.

Eitthvað lið sem þú þolir ekki/ hvers vegna?

Tottenham (þarfnast ekki útskýringar)

Hver verður stjarna tímabilsins bæði hjá þínu liði og/eða í heild?

Mesut Özil verður stjarnan, en Zlatan verður klárlega kóngur deildarinnar.

Hvaða unga leikmann bindur þú mestar vonir við?

Alex Iwobi

Spáin:

Hvaða lið vinnur titilinn?

Arsenal

Hvaða lið verða í topp 4?

Arsenal - Man.Utd. – Liverpool – Man. City.

Í hvaða sæti endar þitt lið?

1. Sæti

Hvaða lið falla?

Burnley – Hull City – W.B.A.

Hvaða stjóri verður rekinn fyrstur?

Walter Mazzarri (Watford)
 

Nýjast