Íbúar á einni deild á Hlíð, Asparhlíð eru nú komnir í sóttkví vegna smits sem greindist hjá starfsmanni í dag 24.október. Lokað er fyrir allar heimsóknir á Asparhlíð þar til niðurstöður úr sýnatöku laugardaginn 30. október liggja fyrir. Til að gæta ítrustu varúðar er einnig lokað fyrir heimsóknir á Beykihlíð segir í tilkynningu á vefsíðu Hlíðar.
Búið er að upplýsa íbúa, aðstandendur og starfsmenn um stöðuna.
Verkefnið er unnið í samvinnu við smitrakningarteymi Almannavarna og Viðbragðsráð Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis. Aðgerðir á Aspar-Beykihlíð hafa ekki áhrif á aðra starfsemi Heilsuverndar Hjúkrunarheimila.
Aðstandendur og gestir eru hvattir til að sýna ítrustu varkárni í sóttvörnum.