Sorphirða frestast vegna ófærðar

Mynd/Akureyri.is
Mynd/Akureyri.is

Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að Terra hafi neyðst til að fresta sorphirðu vegna ófærðar. Snjó hefur kyngt niður síðustu daga og kemst bíllinn illa leiðar sinnar um íbúðargötur, auk þess sem tunnur eru víða á kafi. 

Unnið er að snjómokstri af fullum krafti og hefst sorphirða að nýju eins fljótt og auðið er.  Eru íbúar beðnir um að hreinsa leið að ílátum. 


Nýjast