Sönglag til heiðurs Jóni Sigurðssyni

Út er komið sönglagið “Minni Jóns Sigurðssonar” eftir Jón Hlöðver Áskelsson, en það er samið til heiðurs Jóni Sigurðssyni 200 ára. Lagið er samið við samnefnt ljóð Matthíasar Jochumssonar og fylgir með í útgáfunni jafnframt ensk þýðing á ljóðinu efnir Vestur-Íslendinginn Davíð  Gíslasona.

Hið íslenska bókmenntafélag gefur lagið út, en eins kunnugt er þá tengist forsetanafn Jóns Sigurðssonar, því að hann var forseti þess félags um árabil og raunar er þetta félag elsta félag í landinu.
Útgáfu lagsins verður formlega fylgt eftir með afhendingu lagsins við hátíðarhöldin þann 17. júní á Hrafnseyri og  í Winnepeg. Einnig mun lagið verða afhent í hátíðardagskránni   dagskránni á Akureyri, og að sögn Jós Áskels er það það honum sérstakt gleðiefni að lagið skuli verða hluti af hátíðarhöldum hé rá Akureyri  þar sem bæði hann sjálfur og Matthías hafa búið hér.

Nýjast