Söngkonur snúa heim
Akureyrsku söngkonurnar Sigrún Stella, Alma Rut og Maja Eir halda saman tónleika á Græna Hattinum í kvöld sem hefjast kl. 21:00. Þær segjast mjög spenntar fyrir því að koma og syngja í sínum gamla heimabæ. Með þeim á sviði verða hljóðfæraleikararnir Birgir Kárason á bassa og Davíð Sigurgeirsson á gítar.Saman flytja þau frumsamda tónlist í bland við ábreiður (cover-lög), popp, rokk, blús o.fl.
Sigrún Stella er búsett í Kanada. Lög af sólóplötu hennar Crazy Blue hafa fengið töluverða spilun í útvarpinu en einnig hefur hún samið tónlist fyrir stuttmyndir og vinsæla sjónvarpsþætti í Kanada og í Bandaríkjunum. Alma Rut lærði söng í Tónlistarskóla FÍH og hefur sungið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins síðastliðin ár. Maja Eir stundaði nám í Tónlistarskóla FÍH og Complete Vocal Tecnique. Hún hefur einnig sungið með Gospelkór Akureyrar og kór Lindakirkju síðastliðin ár.