Sölu á Sigurhæðum slegið á frest

Sigurhæðir.
Sigurhæðir.

Vegna fjölmargra hugmynda um breytta notkun á húsnæði Sigurhæða hefur bæjarráð Akureyrar falið Akureyrarstofu að rýna í hugmyndirnar áður en til sölu kemur.

Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, húsið sem þjóðskáldið og presturinn Matthías Jochumsson lét reisa og hýsir nú minningarsafn um hann. Helstu ástæða sölunnar er sú að húsið hefur ekki nýst síðustu árin vegna lélegs aðgengis.

Þær fyriráætlanir bæjaryfirvalda að selja Sigurhæðir falla í grýttan jarðveg hjá mörgum Akureyringum og hafa verið gagnrýndar. 


Nýjast