Sólstafir og Úlfur Úlfur á Græna hattinum

Úlfur Úlfur verða á Græna hattinum á laugardagskvöldið.
Úlfur Úlfur verða á Græna hattinum á laugardagskvöldið.

Hljómsveitin Sólstafir heiðrar norðlendinga með tónleikum á Græna hattinum í kvöld, föstudagskvöld. Sólstafir hafa ekki spilað mikið á Íslandi síðan á Eistnaflugi enda stíft bókaðir um allan heim.

„Það er því mikill heiður að fá þá norður en það verða bara tennir tónleikar á Íslandi í þetta sinn, Græni hatturinn og Bæjarbíó Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu en tónleikarnir annað kvöld hefjast kl. 22.00.

Einir stærstu kyndilberar íslensku rappsenunnar, Úlfur Úlfur, eru væntanlegir á Græna hattinn laugardagskvöldið 10. mars. Sveitin hefur átt góðu fylgi að fagna hérlendis og upp á síðkastið hafa þeir spilað mikið á meginlandi Evrópu þar sem hæst ber á góma Eurosonic hátíðin í Hollandi í byrjun janúar. Þeir vekja mikla athygli hvert sem þeir fara og er ljóst að þeir halda áfram að ryðja brautina fyrir íslenskt rapp bæði hérlendis og að utan. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

 


Athugasemdir

Nýjast