Sóley Björk leiðir lista Vg á Akureyri

Frambjóðendur Vinstri grænna á Akureyri
Frambjóðendur Vinstri grænna á Akureyri

Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi mun leiða lista Vg á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Listinn var samþykktur á félagsfundi í vikunni. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, söngkona og starfsmaður bílaleigu, skipar annað sæti og Edward H. Huijbens, varaformaður flokksins og prófessor við HA, er í þriðja sæti.

„Ég er gríðalega ánægð með þennan lista því á honum er mjög reynslumikið fólk í bland við nýja þátttakendur. Sérstaklega er það ánægjulegt hversu margar ungar konur gáfu kost á sér og sóttust eftir sætum ofarlega á listann,“ segir Sóley Björk.

Listinn í heild er eftirfarandi:

1. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi  

2. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, söngkona og starfsmaður bílaleigu

3. Edward H. Huijbens, prófessor við HA

4. Inga Elísabet Vésteinsdóttir, landfræðingur hjá Þjóðskrá

5. Finnur Dúa, grafískur hönnuður 

6. Þuríður Sólveig Árnadóttir, sjúkraþjálfari

7. Valur Sæmundsson, kennari og tölvunarfræðingur 

8. Ásrún Ýr Gestsdóttir, starfar við umönnun

9. Hermann Arason, framkvæmdastjóri

10. Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, sérfræðingur í félagsmálum barna

11. Einar Gauti Helgason, matreiðslunemi 

12. Anna María Hjálmarsdóttir, ráðgjafi  

13. Ólafur Kjartansson, vélvirki 

14. Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastýra 

15. Wolfgang Frosti Sahr, framhaldsskólakennari   

16. Arnfríður Kjartansdóttir, sálfræðingur 

17. Sigmundur Sigfússon, geðlæknir

18. Hildur Friðriksdóttir, bókavörður og verkefnastjóri í VMA

19. Samúel Lúkas Rademaker, sjálfstætt starfandi

20. Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundþjálfari 

21. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður 

22. Kristín Sigfúsdóttir, fv. Bæjarfulltrúi

Nýjast