Séra Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík frá árinu 1986 tilkynnti í vikunni með formlegum hætti um framboð sitt til embættis vígslubiskups í Skálholti. Starfið er að losna þar sem Þingeyingurinn séra Kristján Valur Ingólfsson lætur af embætti í haust vegna aldurs.
„Hjarta mitt er dálítið órótt fyrir kynningarverkefninu sem framundan er, en það hvílir í Guði. Við Auður höfum í samráði við fjölskylduna tekið ákvörðun um að opna nýjar dyr og halda saman í ferðalag á vit nýrra ævintýra. Megi góður Guð láta gott á vita. Í þessum efnum á enginn neitt skilið. Við erum öll þurfamenn og þiggjendur margvíslegra gjafa Guðs. Fyrir það er ég mjög þakklátur.“
Skrifaði séra Sighvatur á fb. síðu sína í vikunni. JS