Sögusýning Landsmóta UMFÍ á Amtsbókasafninu

Nú stendur yfir á Amtsbókasafninu á Akureyri, hundrað ára afmælissýning Landsmóta UMFÍ. Þar er á skemmtilegan og lifandi hátt varpað ljósi á 100 ára sögu landsmótanna og stendur sýningin fram yfir verslunarmannahelgi. Á sýningunni, sem Björn G. Björnsson sýningarhönnuður hefur hannað og setur upp, er sögu UMFÍ gerð skil og einnig er fjallað sérstaklega um landsmótin á Akureyri 1909, 1981 og 1955.  

Landsmót UMFÍ eru fjölmennastu íþróttamót á Íslandi. Fyrsta mótið var haldið árið 1909, en síðan 1940 hafa þau verið haldin 3ja hvert ár með undantekningum. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfshlaupi, línubeitingu auk annarra greina.

Nýjast