Á aðalfundi Hollvina Húna II sem haldin var í lok maí var ítrekuð áskorun á Minjastofnun og stjórnvöld um að standa betur að skipa og bátavernd. Staðið verði jafn vel að verndun þeirra eins og staðið hefur verið að verndun gamalla húsa. „Hollvinir benda á að skip og bátar hafa í gegnum aldirnar verið íverustaður og atvinnutæki sjómanna meðan þeir hafa dvalið langtímum að heiman.
Hollvinafélagið lítur svo á að komin sé tími til þess að stoppa þá óheilla þróun að skipum og bátum sé eytt. Jafnframt er bent á að í lögum um minjavernd eru skip aðeins fornmunir hafi þeir verið byggðir fyrir 1950. Réttara væri að bátar verði fornmunir við 30 eða 50 ára aldur. Áhugaleysi stjórnvalda og Minjastofnunnar er í raun skaðlegt og til þess fallið að merkir bátar og skip munu heyra sögunni til,“ segir í áskorun Hollvina Húna II.