Sögufélagið stendur fyrir samkeppni um athyglisverðar minningar
Þá er það undirstrikað rækilega, að frásögnin verður að vera byggð á persónulegri reynslu. "Þetta var það sem ég upplifði og sá, mínar tilfinningar og minn sjónarhóll," segir í fréttatilkynningu. "Það skal tekið fram að ef einhver á í fórum sínum frásögn t.d. afa eða ömmu, sem uppfyllir framantalin skilyrði, þá á hún heima í þessari samkeppni sem er ekki síst hugsuð sem tækifæri til að forða skemmtilegum og fróðlegum minningum frá gleymsku. Sögufélagið áskilur sér sem sé rétt til að birta innsendar greinar í Súlum, ársriti félagsins, sér að kostnaðarlausu. Ágætt er að miða við þrjár blaðsíður, greinin má þó vera styttri eða lengri ef efnið krefst þess. Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi, þrjár viðurkenningar verða veittar en seinasti skiladagur er 22. október 2011. Ritgerðir sendist til ritstjóra Súlna: Hauks Ágústssonar, Galtalæk 600 Akureyri. Haukur er þegar byrjaður að taka á móti minningum, en það er von stjórnar Sögufélagsins að sem flestir taki þátt, óháð kynferði eða aldri. Úrslit verða síðan kunngerð í desember," segir ennfremur í fréttatilkynningunni.