Söfnun fyrir Dalvíkinginn Kristján Guðmundsson
Því hafa vinir og félagar Kristjáns, m.a. úr Leikfélagi Dalvíkur, ákveðið að halda skemmtun honum til styrktar. Eftirfarandi reikningur hefur verið stofnaður í Sparisjóði Svarfdæla: Reikn 1177-05-400300. Kt 150290-4069. Ábyrgðarmaður reikningsins er Kolbrún Gunnarsdóttir starfsmaður í Sparisjóðnum.
Kristján hefur þrátt fyrir ungan aldur komið að mörgum verkefnum í heimabyggðinni og víðar. Hann hefur spilað í hljómsveitinni Ofnæmir, unnið með börnum og unglingum við Dalvíkurskóla og félagsmiðstöðina. Hann og félagar hans hafa komið að mörgum viðburðum, jafnt stórum sem smáum m.a. með ljós og hljóð. Kristján hefur starfað með Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Dalvíkur jafnt á bakvið tjöldin sem á sviði og s.l. vetur lék hann stórt hlutverk í leikritinu Heima hjá ömmu hjá LD og sló eftirminnilega í gegn. Í nóvember árið 2007 varð stórbruni að Stærra Árskógi í Dalvíkurbyggð þar sem ábúendur misstu mikið og í kjölfarið fór Kristján og félagi hans af stað með söfnun sem endaði með frábærri fjáröflunarskemmtun fyrir fullu húsi. Kristján er jákvæður, hress og hvetjandi einstaklingur sem er alltaf tilbúin til að aðstoða og hjálpa öðrum, nú leggjum VIÐ honum lið og hjálpum honum og hans fjölskyldu.
Skemmtunin verður haldin í Íþróttamiðstöðinni miðvikudaginn 3. ágúst kl. 20:00 og þar mun fjöldi skemmtikrafta koma fram. Dagskráin verður kynnt nánar síðar. Kristján hefur áður legið á spítala. Þá orti hann textann Gefstu aldrei upp og er það yfirskriftin á söfnuninni og skemmtuninni, segir í fréttatilkynningu.