Snýst um að vera til staðar
Kristín Dögg Jónsdóttir 35 ára býr með manni sínum Þorsteini Marínósyni á Hauganesi í Dalvíkurbyggð. Hún á fjögur börn, tvö úr fyrra sambandi og tvö með Þorsteini. Hún er menntaður garðyrkjufræðingur og er í kennaranámi við Háskólann á Akureyri. Kristín Dögg er skipulögð og ákveðin kona en jafnframt hlý og góð manneskja sem þykir gott að geta gefið af sér. Hún settist niður með blaðamanni Vikudags yfir rjúkandi kaffibolla á notalegu kaffihúsi og sagði frá áhugamálunum, pólitíkinni og hvernig það er að vera stuðningsforeldri þriggja barna.
Fjögurra barna móðir með þrjú í stuðningi
Eins og Kristín Dögg hafi ekki nóg af verkefnum, þá er hún stuðningsforeldri þriggja systkina líka. Árið 2008 tók hún tvö þeirra að sér í stuðning og fyrir um þremur árum bættist bróðir þeirra í hópinn. „Þau koma öll saman eina helgi í mánuði svo kemur yngsti strákurinn eina auka helgi í mánuði. „Hann er með ýmsar greiningar, – hann er á einhverfurófi með ADHD og er einnig með mótþróaþrjóskuröskun,“ segir hún. Ítarlegt viðtal við Kristínu Dögg má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 21. júlí.