Snjóþekja og éljagangur á fjallvegum á Norðurlandi
Það er víða vetrarfærð á fjallvegum og því full ástæða fyrir vegfarendur að kynna sér færð og vegum. Norðaustanlands er snjóþekja og éljagangur á Víkurskarði, Fljótsheiði og allt austur á Mývatnsöræfi. Á Norðurlandi er hálka á Þverárfjalli og Vatnsskarði en snjóþekja á Siglufjarðarvegi. Annars eru víða hálkublettir.
Á Austurlandi eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði en hálka á Fjarðarheiði. Snjóþekja er svo á Fagradal og hálkublettir á Oddskarði. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á flestum fjallvegum, segir á vef Vegagerðarinnar.