Snjókoma til fjalla í dag
Í dag verður norðlæg átt á Norðurlandi eystra, 3-8 m/s. Lítlsháttar rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Snýst í sunnan 3-8 m/s og léttir víða til síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig en um og undir frostmarki í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg breytileg átt fyrir hádegi og lítilsháttar rigning, slydda eða snjókoma NA-til, annars þurrt. Snýst í sunnan 3-8 m/s síðdegis með smáskúrum V-til á landinu, en fer að létta til fyrir norðan og austan. Hiti 1 til 8 stig, en frost 0 til 6 stig um nóttina á NA- og A-landi, mest í innsveitum.
Á sunnudag:
Sunnan 3-8 m/s. Lítilsháttar væta um landið V-vert, en víða bjart annars staðar. Austan 5-13 og rigning S-lands seint kvöldið. Hiti 3 til 9 stig.