Snjóframleiðsla hafin í Hlíðarfjalli
Snjóframleiðsla er hafin í Hlíðarfjalli á Akureyri. Fyrir nokkrum dögum voru skíðabrekkurnar auðar vegna hlýinda en eftir vetrarharðindin síðustu daga eru skíðabrekkurnar komnar á kaf í snjó. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, sagði í viðtali við Vikudag að slakað yrði á kröfum þegar kemur að snjóframleiðslu vegna óvenjulegs tíðarfars í vetur, en almenna reglan er sú að 5 stiga frost þarf til í 5 daga þar til snjóframleiðsla hefst. Stefnt er að opnun skíðasvæðisins þann 1. desember kl. 17:00.