Snjóbretta- og tónlistarhátíð á Akureyri næstu daga

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK EXTREME verður haldin á Akureyri dagana 12.-15. apríl. Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 sem partur af hugmynd að búa til snjóbrettahátíð á Akureyri. Hátíðin stendur i þrjá daga, hún verður sett á morgun fimmtudag og lýkur á sunnudag. Aðal viðburðurinn er keppni og sýning sem fram fer á 15 metra háum snjóbrettapalli í Gilinu á laugardagskvöld, þar sem 15 - 20 bestu iðkendur á Íslandi fá að spreyta sig. Í Hlíðarfjalli verður boðið upp á opinn snjóbrettagarð og eins mun snjóbrettafólk reyna fyrir sér í handriða- og tröppubruni í miðbænum. Tónlistarviðburðir verða einnig á vegum hátíðarinnar alla dagana á Græna hattinum, Café Akureyri og Pósthúsbarnum.

Nýjast