Samkvæmt nýjum tölum á covid.is fer kórónuveirusmitum fækkandi á Norðurlandi eystra. Í dag eru 42 í einangrun og fækkar um einn síðan í gær. Þá fækkar fólki einnig sem er í sóttkví um fjóra á milli daga og nú eru 73 í sóttkví í landshlutanum.
Alls greindust 50 innanlandssmit í gær.