Smit á Akureyri

Akureyri
Akureyri
Eitt virkt kórónuveirusmit er staðfest á Akureyri og þó nokkrir aðilar því tengdu komnir í sóttkví. Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar á Akureyri. Töluvert er síðan að virkt smit hefur verið á Norðurlandi eystra.
 
Lögreglan hvetur alla til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og virða þær leikreglur sem í gildi eru, s.s. grímuskylduna þar sem hún á við, 2ja metra fjarlægðina og fjöldatakmarkanir. 

Nýjast