Smáþjóðaleikar: Bryndís með tvö gull og eitt brons

Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni og Bergensvømmerne, náði fínum árangri á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í Liechtenstein á dögunum. Bryndís keppti með kvennasveit Íslands í 4x200m skriðsundi og 4x100m skriðsundi og nældu þær sér í gullverðlaun í báðum greinum.

Einnig keppti Bryndís í tveimur einstaklingsgreinum. Í 100 m flugsundi vann hún til bronsverðlauna og hafnaði í fimmta sæti í 200 m skriðsundi.

Næst verður Bryndís á ferðinni á norska meistaramótinu í 50 m laug sem fram fer um miðjan júlí.

Nýjast