Slökkvilið var kallað út á þriðja tímanum á Húsavík í dag þegar glussaslanga gaf sig í vörubíl í Þverholti með þeim afleiðingum að talsverður glussi lak á götuna.
Lögregla lokaði götunni á meðan slökkvilið athafnaði sig en hreinsunarstarf gekk vel.
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar sat nýlega málstofu sem fjallaði um gervigreind í umönnun eldra fólks. Fram að því hafði hún ekki mikið leitt hugann að gervigreind og hvernig best er að nýta hana. Sú greinda hafði til þessa notað mig til að sýna mér endalaust í viðbót ef ég hafði til dæmis verið að skoða mér skó á netinu.
Á dögunum var hægt að horfa á þegar Landinn á RÚV heimsótti lögreglufræðinámið við Háskólann á Akureyri. Okkur lék forvitni á að vita hvernig þetta kom til og kynnast stemmningunni í slíkri heimsókn. Andrew Paul Hill, lektor við lögreglufræðina, varð fyrir svörum. Hann segir að það hafi ekki verið nein formleg kynning sem varð til þess að Landinn heimsótti þau heldur þvert á móti hafi það verið heppileg tilviljun og jákvætt viðhorf áhugasamra aðila sem leiddi þetta spennandi verkefni af sér.
Fyrir liggja drög að þjónustusamningi til eins árs um tímabundna meðhöndlun á köttum þar sem gert er ráð fyrir að Kisukot verði áfram starfrækt við Löngumýri á Akureyri svo sem verið hefur í rúman áratug.
„Það er örlítil aukning þegar horft er til komandi sumars, en svo er lítið sem ekki neitt að gerast þegar kemur inn á haustið. Frá september til áramóta er bara varla hreyfing,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds Bílaleigu Akureyrar. Hann bætir við að ef allt fer á versta veg varðandi upptöku kílómetra gjalds í sumar megi gera ráð fyrir gríðarmiklu tjóni hjá bílaleigum, sem í tilviki Bílaleigu Akureyrar nemur hundruðum milljóna.
,,Ég óskaði eftir því fyrir helgi við formann atvinnuveganefndar að forsvarsmenn sveitarfélagsins Norðurþings, PCC á Bakka og Samtökum iðnaðarins færu yfir stöðuna með okkur í atvinnuveganefnd þingsins sem allra fyrst."
Listin að rýna til gagns
Listin að rýna til gagns, eða gagnrýna með uppbyggilegum hætti er eitthvað sem við ættum að temja okkur og ekki forðast. Það má vissulega oft finna leiðir til að gera misgóða hluti enn betri, benda á það sem betur mætti fara. Koma með lausnir og hugmyndir um betri leiðir, það flokkast undir að vera lausnamiðaður og framsýnn.