Slökkvilið kallað út vegna elds í Laufáskirkju

Allt slökkvilið á Ak­ur­eyri var kallað út vegna til­kynn­ing­ar­inn­ar um eld­ í Lauf­ás­kirkju á þriðja tímanum í dag.

Séra Bolli Bollason, sóknarprestur í Laufásprestakalli náðiað slökkva eldinn með aðstoð nágrannakonu áður en slökkviliðið kom á vettvang. „Ég fór af stað eftir að ég fékk boð frá brunavarnarkerfinu og sá eldinn þegar ég kom, þá var kirkjan öll full af svörtum reyk. Ég fékk manneskju sem var á ferð framhjá til að hjálpa mér, sem var með slökkvitæki í bílnum. Það náðist að slökkva mestan eldinn með því og svo kom annar með öflugara slökkvitæki og þá náðum við að slökkva hann alveg. Það voru mjög snögg viðbrögð sem björguðu þessu,“ sagði Bolli í samtali við RÚV

Edurinn kom upp í spennubreyti í kirkjunni að sögn Bolla. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta kirkjuna.

Nýjast