Slökkvilið kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi á Húsavík

Slökkvilið á vettvangi. Ljósmynd: Heiðar Kristjánsson
Slökkvilið á vettvangi. Ljósmynd: Heiðar Kristjánsson

Slökkvilið var kallað út að Garðarsbraut 71 á Húsavík á ellefta tímanum í kvöld vegna elds í íbúð á efstu hæð, en um er að ræða 4. hæða fjölbýlishús, samkvæmt sjónarvotti var einn fluttur á slysadeild með brunasár á hendi og að íbúar íbúðarinnar hafi ráðið niðurlögum eldsins áður en slökkvilið kom á vettvang.

Fréttin var uppfærð kl: 00:15.

Grímur Kárason slökkviliðsstjóri á Húsavík staðfesti í samtali við dagskrána.is rétt í þessu að íbúi í blokkinni hafi hlotið lítilsháttar brunasár. „Það var búið að slökkva allan eld þegar við komum en það var talsverður reykur og angandi lykt og þurfti að reykræsta en það voru allir komnir út þegar við komum þarna að,“ sagði hann og bætti við að lögregla hafi tekið við rannsókn á eldsupptökum.

-epe

Nýjast