Slökkvilið kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar var kallað út skömmu fyrir hádegi, vegna elds í geymslu í fjölbýlishúsi við Hjallalund. Þegar slökkviliðið mætti á vettvang var búið að ráða niðurlögum eldsins. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn, sem var ekki mikill en kviknað hafði í lausum munum í geymslunni.

Reyk lagði um stigagang hússins og þurfti því að reykræsta. Ekki er vitað um eldsupptök.

Nýjast