Slökkvilið kallað út að Húsavíkurhöfn

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint /epe
Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint /epe

Slökkviliðið á Húsavík var kallað út laust eftir klukkan 12 á hádegi í dag vegna reyks frá smábátahöfninni.

Reykurinn kom frá Lundey ÞH 350 sem lá bundin við bryggju. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Húsavík kom reykurinn frá rafmagnsofni sem hafði farið á hliðina og var byrjaður að svíða út frá sér. “Það var ekki kominn upp eldur en þegar við opnuðum inn var allt svart af reyk en þetta fór vel,” sagði Grímur Kárason slökkviliðsstjóri í samtali við Skarp.

Nýjast