Slökkvilið Akureyrar og Hjálpar- sveitin Dalbjörg í samtarf

Slökkvilið Akureyrar og Hjálparsveitin Dalbjörg undirrituðu í gær samstarfssamning. Samningurinn felur í sér að Hjálparsveitin Dalbjörg tekur að sér að aðstoða Slökkvilið Akureyrar við slökkvi- og björgunarstörf í Eyjafjarðarsveit og nágrenni.  

Slökkvikerra með dælu, slöngum og öðrum búnaði verður staðsett í Bangsabúð, húsnæði hjálparsveitarinnar að Steinhólum. Slökkvilið Akureyrar mun sjá um að þjálfa og halda æfingar fyrir hjálparsveitina en ráðgert er að innan hennar muni 6-8 manna hópur sjá um þennan þátt. Þar að auki mun slökkviliðið styðja við sveitina með námskeiðum og æfingum.

Nýjast