Útkallið kom í þann mund sem svokallaðri Vítsviku var að ljúka hjá Slökkviliði Akureyrar. Þessa vikuna hefur verið í gangi þjálfunarvika innan slökkviliðsins en þátttakendur voru fimm starfsmenn liðsins sem eru með minnstu starfsreynsluna. Bókleg fræðsla var fyrir hádegi alla daga og verklegar æfingar eftir hádegi í sama efni. Í dag, laugardag, voru svo keyrðar útkallsæfingar á þennan hóp og leitast við að koma inn á flest þau svið sem tengjast útköllum liðsins.