Slitnar upp úr viðræðum við sveitarfélögin
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Flóafélaganna sleit á sjöunda tímanum
í gærkvöld viðræðum sínum við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsgreinasambandið og þar með EIning -Iðja
sætta sig ekki við að starfsmenn þeirra hjá sveitarfélögunum fái minni hækkanir á samningstímanum en aðrar stéttir
á vinnumarkaði. Samningar hafa verið lausir frá 1.desember 2010 og hafa viðræður um nýjan kjarasamning staðið yfir með hléum frá
áramótum. Sjá einnig hér