Slitnar upp úr viðræðum Kjalar og sveitarfélaga
Kjaraviðræðum KJALAR stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið eftir árangurslausar viðræður um tryggingu um hækkun lægstu launa. Smkvæmt upplýsingum frá Örnu Jakobínu Björnsdóttur formanns KJALAR var umbeðin hækkun í takt við aðra kjarasamninga eða um kr. 12.000 á þessu ári og kr. 11.000 á árinu 2012 og kr. 11.000 árið 2013 á alla einstaklinga.
"Þetta eru þær fjárhæðir sem við höfum samið við ríkið og sambærilegt við almenna vinnumarkaðurinn. Einnig í samræmi við ákvörðun velferðarráðherra um hækkun atvinnuleysisbóta og lífeyrisgreiðslna um þessar fjárhæðir," segir í upplýsingum Örnu Jakobínu.Samningar hafa verið lausir frá 1.desember 2010 og hafa viðræður um nýjan kjarasamning staðið yfir með hléum frá áramótum.
Trúnaðarmannafundur KJALAR stéttarfélags sem haldinn var í dag lýsir furðu sinni á stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að þau telji það ekki skyldu sína að tryggja starfsmönnum sveitarfélaga lágmarkstekjur fyrir fullt starf. Trúnaðarmenn KJALAR stéttarfélags sem starfa hjá sveitarfélugum kalla eftir viðbrögðum og stefnu sveitarstjórna.