Sléttugangan á laugardag
Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir Sléttugöngunni laugardaginn 13. ágúst 2016.
Gengið verður frá Raufarhöfn í Blikalónsdal og norður eftir dalnum út í Blikalón. (Ef veður gefur tilefni til verður byrjað við Blikalón og gengið suður dalinn til Raufarhafnar.) Fjölbreytt og skemmtileg gönguleið en nokkuð löng, um 27 km ganga og því nauðsynlegt er að vera í góðri gönguþjálfun.
Brottför frá Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn kl. 9:00. Að göngu lokinni verður fólk sótt á áfangastað og ekið til Raufarhafnar, farið í sund og gufu og eftir það í kvöldverð á Hótel Norðurljósum.